Hörður tryggði dramatískan sigur

Hörður Fannar Sigþórsson fagnar sigurmarkinu í kvöld með tilþrifum. Oddur …
Hörður Fannar Sigþórsson fagnar sigurmarkinu í kvöld með tilþrifum. Oddur Gretarsson kemur hoppandi í átt að Herði en Tjörvi Þorgeirsson Haukamaður er skiljanlega súr á svipinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hörður Fannar Sigþórsson tryggði Akureyri eins marks sigur á Haukum, 20:19, í N1-deild karla í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið örfáum sekúndum fyrir leikslok.

Fimmtán sekúndum fyrir leikslok skaut Stefán Raf Sigurmannsson framhjá marki Akureyringa og þá geystust heimamenn upp í sókn sem lauk með því að Hörður Fannar skoraði eftir sendingu frá Bjarna Fritzsyni.

Þetta var fjórði sigur Akureyrar í síðustu fimm leikjum en fyrsta tap Hauka síðan í annarri umferð deildarkeppninnar í byrjun október.

Akureyri var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9, en jafnt var á flestum tölum í síðari hálfleik en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin eftir að Haukar komust yfir, 19:18.

Haukar eru eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 16 stig að loknum 10 leikjum. Akureyri er komið í 12 stig að loknum 11 leikjum.

Bjarni Fritzson og Oddur Gretarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri. Stefán Rafn Sigurmannsson og Freyr Brynjarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Haukana.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. 

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason. Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Halldór Tryggvason, Guðmundur H. Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Grétarsson, Hlynur Elmar Matthíasson, Bergvin Þór Gíslason, Jóhann Gunnarsson, Hörður Fannar Sigþórsson. 

Haukar: Aron Rafn Eðvarðsson, Birkir Ívar Guðmundsson. Tjörvi Þorgeirsson, Freyr Brynjarsson, Einar Pétur Pétursson, Þórður Rafn Guðmundsson, Árni Steinn Steinþórsson, Jónatan Ingi Jónsson, Nemanja Malovic, Sveinn Þorgeirsson, Heimir Óli Heimisson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Gylfi Gylfason, Matthías Árni Ingimarsson.

Akureyri 20:19 Haukar opna loka
60. mín. Leik lokið Hrikalega jafn og spennandi leikur endar með dramatískum sigri Akureyrar. Frábær leikur!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert