Birkir og Sigfús í 28 manna hópi fyrir EM

Sigfús Sigurðsson, einn silfurdrengjanna frá Peking 2008.
Sigfús Sigurðsson, einn silfurdrengjanna frá Peking 2008. Brynjar Gauti

Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson úr Haukum og Sigfús Sigurðsson úr Val eru á meðal leikmanna í 28 manna leikmannahóp sem Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt til mótsstjórnar Evrópumeistaramótsins í Serbíu, en mótið fer þar fram í næsta mánuði.

Úr þessum 28 manna hóp mun Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, síðari velja 16 manna hóp til þátttöku á EM. Hann verður að velja leikmenn úr þessum hópi til þess að taka þátt í mótinu, má alls ekki leita út fyrir hann, hvað sem gengur á.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum
Björgvin Páll Gústavsson, SC Magdeburg
Hreiðar Levy Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Ingvar Árnason, Viking Stavanger
Sturla Ásgeirsson, Val
Bjarki Már Elísson, HK
Fannar Þór Friðgeirsson, TV Emsdetten
Oddur Gretarsson, Akureyri
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Ólafur Andrés Guðmundsson, Nordsjælland
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Ólafur Gústafsson, FH
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover Burgdorf
Ingimundur Ingimundarson, Fram
Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt
Rúnar Kárason, Bergischer HC
Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar
Þórir Ólafsson, Vive Kielce
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Alexander Petersson, Füchse Berlin
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Sigfús Sigurðsson, Val
Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn
Ólafur Indriði Stefánsson, AG Köbenhavn
Vignir Svavarsson, Hannover Burgdorf

Birkir Ívar Guðmundsson.
Birkir Ívar Guðmundsson. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert