Sjö marka sigur Akureyringa

Hörður Fannar Sigþórsson, Akureyri, og Sturla Ásgeirsson úr Val.
Hörður Fannar Sigþórsson, Akureyri, og Sturla Ásgeirsson úr Val. Eggert Jóhannesson

Akureryringar unnu Valsmenn, 30:23, á heimavelli Vals í úrvalsdeild karla, N1-deildinni í handknattleik, í dag. Þar með fara Akureyringar í jólaleyfi með 14 stig að loknum 12 leikjum í fimmta sæti.  Valur er í sætinu fyrir neðan með 11 stig.

Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Akureyringar miklu sterkari í síðari hálfleik og náðu fljótlega góðu forskoti. Val smönnum tókst aðeins að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur voru eftir og minnkuðu forystu Akureyringa niður í þrjú mörk. Lengra komust þeir ekki og leikmenn Akureyrar bættu við forystuna á síðustu mínútunum og unnu sjö marka sigur.

Sturla Ásgeirsson skoraði 9 mörk fyrir Val og Anton Rúnarsson sex. Bjarni Fritzson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri og Guðmundur Hólmar Helgason var með sex mörk.

Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Lið Vals: Hlynur Morthens (m), Ingvar Guðmundsson (m) - Sigfús Sigurðsson, Finnur Ingi Stefánsson, Agnar Smári Jónsson, Arnar Daði Arnarsson, Atli Báruson, Einar Örn Guðmundsson, Gunnar Harðarson, Sturla Ásgeirsson, Magnús Einarsson, Sveinn Aron Sveinsson, Valdimar Fannar Þórsson, Anton Rúnarsson.

Lið Akureyrar: Sveinbjörn Pétursson (m), Stefán Guðnason (m) - Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Halldór Tryggvason, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Hlynur Elmar Matthíasson, Bergvin Gíslason, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson.

51. Akureyri tekur leikhlé eftir að Valsmenn hafa skorað fjögur mörk í röð og minnkað forskot norðanmanna niður í þrjú mörk. 23:20. Valsmenn breyttu yfir í 5 plús einn vörn og það hefur slegið Akureyringa út laginu síðustu mínútur.

45. Valsmenn eru ekki líklegir þessa stundina til að jafna metin. Akureyringar hafa öll tromp á hendi og fimm marka forskot að auki, 21:16.

39. Valsmenn taka leikhlé enda orðnir fimm mörkum undir, 18:13, eftir afar slaka byrjun í síðari hálfleik. Vörn Akureyrar hefur verið sterk og hirt boltann hvað eftir annað af Valsmönnum og í framhaldinu náð hraðaupphlaupum.

31. Síðari hálfleikur hafinn og markahæsti leikmaður N1-deildarinnar, Anton Rúnarsson, hefur komið Val yfir, 12:11.

30. Þá er loks kominn hálfleikur á Hlíðarenda í þessum leik sem mætti vera betri. Staðan er jöfn, 11:11. Sturla hefur borið Valsliðið uppi í sóknarleiknum og skorað 7 mörk. Hlynur hefur varið sex skot í markinu. Bjarni er atkvæðamestur Akureyringa með fjögur mörk, Guðmundur Hólmar, Heiðar Þór og Geir hafa skorað tvö mörk hver. Sveinbjörn hefur varið 11 skot í markinu. 

23. Valur tekur leikhlé og er marki undir, 8:7. Leikurinn hefur lítið batnað frá upphafsmínútunum, mikið um mistök á báða bóga og á tíðum er um hálfgerðan „göngubolta“ að ræða.

15. Leikurinn er í járnum en mikið slen yfir báðum liðum. Staðan er jöfn, 6:6, eftir að Geir jafnaði metin fyrir Akureyringa.

10. Akureyri var að komast yfir, 3:2. Leikmenn beggja liða hafa verið afar mistækir fram til þessa og á stundum lítur út fyrir að þeir hafi lítinn áhuga á leiknum.

4. Leikurinn hefur farið rólega af stað og aðeins eitt mark hefur verið skorað til þessa. Það gerði Bjarni Fritzson fyrir Akureyri úr vítakasti eftir 3 mínútur og 15 sekúndur.

Dómarar leiksins: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.

Akureyri er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 11 leikjum. Valur er í næsta fyrir neðan með 11 stig að loknum 11 viðureignum.

Liðin léku síðasta saman á Akureyri 20. október og skildu þá jöfn, 24:24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert