Valur bikarmeistari eftir 12 ára bið

Valskonur fagna bikarmeistaratitlinum.
Valskonur fagna bikarmeistaratitlinum. mbl.is/Árni Sæberg

Val­ur varð í dag bikar­meist­ari í hand­knatt­leik kvenna í fyrsta sinn frá ár­inu 2000 eft­ir ör­ugg­an sig­ur á ÍBV í úr­slita­leik í dag, 27:18. Grunn­inn lagði Val­ur á fyrsta stund­ar­fjórðungi leiks­ins þegar meist­ar­arn­ir komust í 8:2 og þeir litu ekki um öxl eft­ir það. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Mörk Vals: Krist­ín Guðmunds­dótt­ir 6/​1, Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir 5, Karólína Bæhrenz Lár­us­dótt­ir 4, Þor­gerður Anna Atla­dótt­ir 4, Dagný Skúla­dótt­ir 3, Ragn­hild­ur Rósa Guðmunds­dótt­ir 2, Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir 2, Ágústa Edda Björns­dótt­ir 1.
Var­in skot: Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir 17/​2 (þar af 3 til mót­herja).

Mörk ÍBV: Iv­ana Mla­denovic 6, Marij­ana Tr­boj­evic 4, Ester Óskars­dótt­ir 3, Gor­geta Grig­ore 2, Aníta Elías­dótt­ir 1, Drífa Þor­valds­dótt­ir 1, Þór­steina Sig­ur­björns­dótt­ir 1.
Var­in skot: Flor­ent­ina Stanciu 17/​1 (þar af 2 til mót­herja).

60. Leik lokið. Lokastaðan 27:18 Val í vil. Valskon­ur juku mun­inn dug­lega á ný áður en yfir lauk og sýndu og sönnuðu ná­kvæm­lega hversu vel þær eru komn­ar að titl­in­um.

53. Staðan er 21:15 Val í vil. Mun­ur­inn var ein­fald­lega orðinn of mik­ill fyr­ir þetta góða áhlaup Eyjaliðsins. Vals­ar­ar geta sótt kampa­vínið í kæl­inn.

47. Staðan er 19:12 Val í vil. Núna loks­ins er ÍBV-liðið að sýna úr hverju það er gert en lík­lega er það allt of seint. Það hef­ur þó skorað fjög­ur síðustu mörk leiks­ins þar sem Flor­ent­ina, Ester og línumaður­inn Iv­ana Mla­denovic hafa verið í aðal­hlut­verk­um.

41. Staðan er 19:8 Val í vil. Val­ur er hrein­lega bú­inn að gera út um leik­inn með frá­bær­um leikkafla. Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir var að skora sitt fyrsta mark en hún hef­ur spilað frá­bær­lega, sér­stak­lega í vörn­inni þar sem hún hef­ur varið nokk­ur skot með góðri há­vörn.

36. Staðan er 15:7 Val í vil. Flor­ent­ina byrj­ar seinni hálfleik­inn frá­bær­lega í marki ÍBV en það dug­ar skammt því liðinu geng­ur enn ekk­ert að sækja gegn fram­liggj­andi vörn Vals­ara.

30. Hálfleik­ur. Staðan er 13:6 Val í vil. Krist­ín Guðmunds­dótt­ir skoraði síðasta mark hálfleiks­ins sem var jafn­framt fyrsta markið úr ví­tak­asti eft­ir að fjög­ur höfðu farið í súg­inn. Taug­arn­ar sjálfsagt þand­ar. ÍBV skoraði fyrstu tvö mörk hálfleiks­ins en það voru jafn­framt einu mörk liðsins á fyrsta stund­ar­fjórðungn­um gegn átta mörk­um Vals­kvenna sem hafa ekki hleypt Eyjaliðinu aft­ur inn í leik­inn.

Karólína, Hrafn­hild­ur og Þor­gerður Anna hafa skorað 3 mörk hver fyr­ir Val en Gor­geta Grig­ore 2 fyr­ir ÍBV. Markverðir liðanna hafa staðið vel fyr­ir sínu og varið um 8 skot hvor.

26. Staðan er 12:5 Val í vil. Valskon­ur láta eng­an bil­bug á sér finna. Vörn­in er svaka­leg og flest­ar skila sínu vel í sókn­ar­leikn­um. Þar hafa Þor­gerður Anna, Hrafn­hild­ur og Karólína skorað 3 mörk hver. Sókn­ar­leik­ur ÍBV er hins veg­ar afar til­vilj­ana­kennd­ur.

17. Staðan er 9:3 Val í vil. Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir var að verja sitt annað ví­tak­ast í kjöl­farið á því að Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir fékk fyrstu brott­vís­un leiks­ins fyr­ir að fara í skot­hönd Þór­steinu Sig­ur­björns­dótt­ur í dauðafæri. Þór­steina hafði skömmu áður bætt úr markaþurrð ÍBV með glæsi­legu ein­stak­lings­fram­taki.

14. Staðan er 8:2 Val í vil. Eft­ir tvö mörk á fyrstu tveim­ur mín­út­un­um hafa Eyja­kon­ur nú ekki skorað í 12 mín­út­ur og reynd­ar ekk­ert verið svo ná­lægt því nema þegar ví­tak­ast fór í súg­inn. Vörn­in er hins veg­ar orðin betri eft­ir leik­hlé á 8. mín­útu, og Val­ur aðeins skorað eitt mark síðan þá.

8. Staðan er 7:2 Val í vil. Frá­bær byrj­un hjá Íslands­meist­ur­um Vals. Þær spila mjög ákveðna fram­liggj­andi vörn sem ÍBV geng­ur illa að sækja gegn. Svo er sótt hratt og mörk­in orðin sjö á rétt rúm­um sjö mín­út­um.

5. Staðan er 4:2 Val í vil. Það er brjálaður hraði í þess­um leik á upp­haf­smín­út­un­um. ÍBV komst í 2:0 en Val­ur svaraði strax með fjór­um mörk­um í röð. Hrafn­hild­ur Skúla­dótt­ir byrj­ar vel og er kom­inn með tvö eft­ir hraðar sókn­ir.

0. Jæja, þá er leik­ur­inn að hefjast. Góða skemmt­un.

0. Tíu mín­út­ur í leik og nú er verið að kynna leik­menn til leiks með lát­um. Neðri hlut­inn af áhorf­endapöll­un­um er orðinn fal­lega litaður í rauðum lit Vals og hvít­um lit ÍBV.

0. Bæði lið geta teflt fram öll­um sín­um sterk­ustu leik­mönn­um í dag.

0. Val­ur hef­ur verið í bikar­úr­slit­um síðustu tvö ár en tapað í bæði skipt­in fyr­ir Fram. Liðið vann bik­ar­inn síðast árið 2000 þegar það hafði bet­ur gegn Gróttu/​KR. ÍBV spilaði síðast um bik­ar­inn árið 2006 en tapaði þá fyr­ir Hauk­um. Liðið varð síðast meist­ari 2004 með því að vinna Hauka.

0. Þó liðin séu hlið við hlið í N1-deild­inni, í 2. og 3. sæti, mun­ar átta stig­um á þeim þar en ÍBV á þó leik til góða. Val­ur hef­ur unnið báðar viður­eign­ir liðanna í vet­ur, fyrst 33:20 að Hlíðar­enda og svo 39:32 í Eyj­um fyr­ir skömmu en sá leik­ur var þó jafn fram á loka­mín­út­urn­ar.

0. Það er ekki laust við að maður sé með fiðring í mag­an­um nú þegar hálf­tími er til leiks. Ef­laust er hann meiri hjá stuðnings­mönn­um og hvað þá leik­mönn­un­um sjálf­um. Þessa stund­ina eru leik­menn að hita upp með þversend­ing­um yfir völl­inn. Fjöl­miðlar eru þannig staðsett­ir að mín ágæta far­tölva hef­ur oft verið ör­ugg­ari um eigið líf en hún hef­ur sloppið með skrekk­inn hingað til.

0. Góðan dag og vel­kom­in í beina texta­lýs­ingu úr Laug­ar­dals­höll­inni á þess­um bikar­úr­slita­degi. Kvennalið ÍBV og Vals ríða á vaðið kl. 13:30 og kl. 16 mæt­ast Hauk­ar og Fram.

Lið ÍBV: Berg­lind Dúna Sig­urðardótt­ir, Flor­ent­ina Stanciu, Þór­steina Sig­ur­björns­dótt­ir, Hild­ur Dögg Jóns­dótt­ir, Iv­ana Mla­denovic, Aníta Elías­dótt­ir, Drífa Þor­valds­dótt­ir, Rakel Hlyns­dótt­ir, Guðbjörg Guðmanns­dótt­ir, Geor­geta Grig­ore, Kristrún Ósk Hlyns­dótt­ir, Ester Óskars­dótt­ir, Sandra Gísla­dótt­ir, Marij­ana Tr­boj­evic.

Lið Vals: Guðný Jenný Ásmunds­dótt­ir, Sunn­eva Ein­ars­dótt­ir, Ágústa Edda Björns­dótt­ir, Re­bekka Rut Skúla­dótt­ir, Hild­ur Marín Andrés­dótt­ir, Karólína Bæhrenz Lár­us­dótt­ir, Aðal­heiður Hreins­dótt­ir, Dagný Skúla­dótt­ir, Krist­ín Guðmunds­dótt­ir, Hrafn­hild­ur Ósk Skúla­dótt­ir, Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir, Þor­gerður Anna Atla­dótt­ir, Arn­dís María Erl­ings­dótt­ir, Ragn­hild­ur Rósa Guðmunds­dótt­ir.

Þó liðin séu hlið við hlið í N1-deild­inni, í 2. og 3. sæti, mun­ar átta stig­um á þeim þar en ÍBV á þó leik til góða. Val­ur hef­ur unnið báðar viður­eign­ir liðanna í vet­ur, fyrst 33:20 að Hlíðar­enda og svo 39:32 í Eyj­um fyr­ir skömmu en sá leik­ur var þó jafn fram á loka­mín­út­urn­ar.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert