Akureyri slapp með tvö stig norður

Geir Guðmundsson, Akureyri, sækir en Jóhann Jóhannsson og Pétur Júníusson, …
Geir Guðmundsson, Akureyri, sækir en Jóhann Jóhannsson og Pétur Júníusson, Aftureldingu, verjast. mbl.is/Golli

Aftureldingarmenn voru sýnd veiði en ekki gefin þegar Akureyringar sóttu þá heim í Mosfellsbæ í kvöld þegar fram fór 16. umferð N1-deild karla því eftir barning tókst Norðanmönnum að sigra 23:28.

Akureyri byrjaði betur og náði smá forystu en loks þegar heimamenn tóku við sér í vörn og sókn saxaðist á forskotið en það tókst samt aldrei að jafna.

Markahæstir hjá Aftureldingu voru Böðvar Páll og Hilmar sitthvor 5 mörkin en  Davíð varði 12 skot og Hafþór 4.  Hjá Akureyri skoraði  Hörður Fannar 7 og Geir og Oddur sitthvor 6  en Sveinbjörn varði 15 skot.

30. mín.  23:28.  Leik lokið.

57. mín.  21:26.  Þjálfari Akureyrar tekur leikhlé.

55. mín.  21:26.  Smá mistök hjá heimamönnum og Oddur komst inní sendingu.

51. mín.  20:23.  Akureyri verið einum færri lengi vel en Mosfellingar ná ekki að nýta sér það.

46. mín.  17:20.  Davíð ver víti frá Bjarna og fagnar vel, félagar hans taka við sér.  Það er hægt að brúa bilið.

44. mín.  16:20.  Mosfellingar setja Jón Karl fremstan til trufla sóknarleik gestanna en allt kemur fyrir ekki, Hörður Fannar skorar þá tvisvar af línunni.

40. mín.  13:19.  Tvisvar dæmdur ruðningur á Mosfellinga og Akureyringar keyra upp hraðann, sem dugar til að ná 6 marka forystu.

36. mín.  12:16.  Enn ver Sveinbjörn úr opnum færum en Hafþór í marki Aftureldingar ver líka vel.  Sóknarleikur þungur og dómarar tvisvar rétt upp höndina til merkis um að það sé að koma leiktöf.  Bjarni skorar úr víti og munurinn fjögur mörk.

31. mín.  12:14.  Einar Scheving færir Ásgeiri Jónssyni fyrrum leikmanni Aftureldingar og nú Akureyringar blómvönd.  Leikur hafinn á ný og Afturelding byrjar með boltann.  Brottrekstur Akureyringa á 29. mínútu var vegna mótmæla. 

30. mín. Hálfleikur.  12:14.  Akureyringum tekst ekki að hrista heimamenn af sér enda hafa þeir tekið sig á í vörn og sókn.

29. mín.  11:14.  Akureyringar missa mann af velli fyrir ranga skiptingu og mótmæli, erfitt að sjá í hamagangnum.

28. mín.  11:14.  Þjálfari Akureyrar tekur leikhlé. Sveinbjörn komin með 7 skot varin, öll úr opnum færum og munar um minna.  Ekkert mark verið skorað í tæpar 5 mínútur.

27. mín.  11:14.  Guðlaugur Akureyringur fær sína aðra brottvísun fyrir að spila fasta vön, samt ekki grófa.

26. mín.  11:14.  Þjálfari Aftureldingar tekur leikhlé.  Það vantar herslumun hjá þeim að jafna því Akureyri tekst ekki að stinga af.  Í ljósi reynslunnar verða þeir að gæta sín að slaka ekki á, það nýta gestirnir sér til hins ítrasta.

25. mín.  11:14.  Sveinbjörn ver víti og boltinn fer yfir völlinn.

20. mín.  9:11.  Mosfellingar taka harðar á vörn sinni svo sóknarleikur Akureyringar verður þyngri en tekst samt ekki jafna og Sverrir fer í kælingu.

17. mín.  7:9.  Akureyri komnir niður í flata vörn.  Missa síðan Guðlaug í kælingu en Sveinbjörn ver úr opnu færi, hefur nú varið þrjú skot.

16. mín.  7:9.  Mosfellingum tókst ekki að skora úr sinni sókn og jafna í fyrsta sinn.  Þess í stað skorar Geir sitt þriðja mark fyrir Akureyri.

13. mín.  7:8.  Mosfellingar spila flata vörn og leyfa gestunum að spila hratt fyrir utan en sjálfir eru þeir með Hörð Fannar fyrir framan vörnina.   Eitthvað eru heimamenn að finna fjölina, sneggri og nýta færin.  Davíð í marki Aftureldingar hefur varið 4 skot.

9. mín.  4:6.  Hilmar tók víti fyrir heimamenn en skaut í slá.  Þegar svo boltinn hrökk út í teig ýtti Hörður Fannar við honum en fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir vikið og Hilmar annað víti, sem hann skoraði úr.

8. mín.  2:6.  Mosfellingar eru full lengi að finna taktinn og á meðan keyra Norðamnenn á fullu.  Munurinn ekki mikill en gæti orðið erfitt að vinna hann upp.

4. mín.  1:3.  Hörður bætir við þriðja áður en Þorlákur nær að svara fyrir Aftureldingu.

1. mín.  0:2.  Áður en tvær mínútur eru liðnar hafa Heimir og Oddur skorað fyrir gestina og Sveinbjörn varið skot.

1. mín.  0:0.  Leikur hafinn og Akureyri byrjar með  boltann.

Mosfellingar fá Akureyringa í heimsókn í kvöld klukkan 18.30 þegar 16. umferð N1-deildar karla í handbolta hefst. Leiknum er lýst beint hér á mbl.is

Norðanmenn eru í 4. sæti deildarinnar með 18 stig og er stutt í efstu lið en Aftureldingarmenn er í 7. og næst neðsta sætinu með 7 stig.   Liðin hafa tvívegis leikið saman í vetur og unnu Akureyringar báða leikina nokkuð örugglega en það er ekki á vísan að róa þegar lið koma í Mosfellsbæinn. 

Lið Aftureldingar: Davíð Svansson, Hafþór Einarsson, Hilmar Stefánsson, Helgi Héðinsson, Hrafn Ingvarsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Aron Gylfason, Einar Héðinsson, Sverrir Hermannsson, Pétur Júníusson, Jóhann Jóhannsson, Jón Andri Helgason, Þorlákur Sigurjónsson, Daníel Jónsson.
Þjálfari er Reynir Þór Reynisson

Lið Akureyrar: Sveinbjörn Pétursson, Páll Jónsson, Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Gíslason, Daníel Einarsson, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson.
Þjálfari er Atli Hilmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert