Akureyri fór uppfyrir HK

Tandri Konráðsson úr HK og Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason eigast …
Tandri Konráðsson úr HK og Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason eigast við. mbl.is/Golli

Akureyri sigraði HK, 31:28, í 17. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, N1-deildarinnar, í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Liðin höfðu þar með sætaskipti, Akureyri fór upp í þriðja sætið með 22 stig en HK er nú í 4. sætinu með 21 stig.

Leikurinn var lengst af hnífjafn, HK yfir mestallan fyrri hálfleik og 14:12 að honum loknum. Akureyri náði góðum lokspretti, komst í 26:22, og lét forystuna ekki af hendi eftir það.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 9, Geir Guðmundsson 8, Heimir Örn Árnason 5, Guðmundur H. Helgason 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Oddur Gretarsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2.

Mörk HK: Bjarki Már Elísson 8, Leó Snær Pétursson 5, Tandri Konráðsson 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1, Atli Karl Bachmann 1

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason - Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Andri Snær Stefánsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson. 

HK: Björn Ingi Friðþjófsson, Arnór Freyr Stefánsson - Bjarki Már Elísson, Björn Þórsson Björnsson, Tandri Már Konráðsson, Leó Snær Pétursson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Atli Ævar Ingólfsson, Garðar Svansson, Ólafur Víðir Ólafsson, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Vilhelm Gauti Bergsveinsson, Atli Karl Bachmann.

Akureyri 31:28 HK opna loka
60. mín. Leik lokið Hörkuleik lokið sem einkenndist af mikilli baráttu, sérstaklega í síðari hálfleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert