Akureyri lagði FH örugglega

Leikir Akureyrar og FH eru jafnan fjörugir.
Leikir Akureyrar og FH eru jafnan fjörugir. mbl.is/Kristinn

Akureyri sigraði FH, 30:26,  í 19. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, N1-deildarinnar, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Aðeins eitt stig skilur því liðin að þegar tveimur umferðum er ólokið, FH er með 25 stig og Akureyri 24, en sem stendur eru liðin í öðru og þriðja sæti, miðað við gang mála hjá HK og Haukum.

Sigur Akureyrar var mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því staðan var 29:19 þegar níu mínútur voru til leiksloka.

Bjarni Fritzson skoraði 7 mörk fyrir Akureyri, Oddur Gretarsson 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5 og Geir Guðmundsson 5. Ólafur Gústafsson skoraði 6 mörk fyrir FH og Hjalti Þór Pálmason 5.

Lið Akureyrar: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason. Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Andri Snær Stefánsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Grétarsson, Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson, Hörður Fannar Stefánsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson. 

Lið FH: Daníel Freyr Andrésson, Pálmar Pétursson. Sigurður Ágústsson, Hjalti Þór Pálmason, Ólafur Gústafsson, Magnús Óli Magnússon, Örn Ingi Bjarkason, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Halldór Guðjónsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Bjarki Jónsson.

Akureyri 30:26 FH opna loka
60. mín. Leiktíminn liðinn og einungis aukakast eftir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert