Akureyringar þriðju eftir sigur á Val

Guðlaugur Arnarsson, Akureyri, Sigfús Sigurðsson, Val, og Heimir Örn Árnason, …
Guðlaugur Arnarsson, Akureyri, Sigfús Sigurðsson, Val, og Heimir Örn Árnason, Akureyri, í hörðum slag. mbl.is/Árni Sæberg

Akureyri sigraði Val, 27:25, í háspennuleik í lokaumferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, N1-deildarinnar, í Höllinni á Akureyri í kvöld og tryggði sér með því þriðja sætið í deildinni. Annað sætið var ekki lengur í boði hjá Akureyringum undir lokin þar sem FH hafði þá tryggt sér sigur á Haukum.

Það verða FH og Akureyri sem mætast í undanúrslitunum og FH með heimaleikjaréttinn.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 9, Hörður Fannar Sigþórsson 5, Oddur Gretarsson 3, Guðmundur H. Helgason 3, Geir Guðmundsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Guðlaugur Arnarsson 2, Daníel Einarsson 1.

Mörk Vals: Sturla Ásgeirsson 9, Sveinn Aron Sveinsson 5, Valdimar Fannar Þórsson 3, Anton Rúnarsson 3, Magnús Einarsson 2, Orri Freyr Gíslason 2, Atli Már Báruson 1.

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason. Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Andri Snær Stefánsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson, Hörður Fannar Stefánsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson.

Valur: Ingvar Kristinn Guðmundsson, Hlynur Morthens. Sigfús Sigurðsson, Orri Freyr Gíslason, Agnar Smári Jónsson, Atli Már Báruson, Einar Örn Guðmundsson, Gunnar Harðarson, Sturla Ásgeirsson, Magnús Einarsson, Sveinn Aron Sveinsson, Valdimar Fannar Þórsson, Gunnar Kristinn Þórsson, Anton Rúnarsson.

Akureyri 27:25 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Svakalegum háspennuleik lokið með sigri Akureyrar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert