Akureyri jafnaði metin

Ólafur Gústafsson í háloftunum en til varnar eru Heimir Örn …
Ólafur Gústafsson í háloftunum en til varnar eru Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Akureyri jafnaði metin í undanúrslitaeinvígi sínu við FH í kvöld á Íslandsmótinu í handknattleik karla þegar liðið vann 25:18. FH byrjaði leikinn mun betur en Akureyringum tókst heldur betur að snúa taflinu við og vinna öruggan sigur. Liðin mætast næst á sunnudaginn í Kaplakrika.

Eftir afleita byrjun í leiknum tókst Akureyringum að jafna metin og komast yfir fyrir lok fyrri hálfleiks en þá stóð, 11:9. Í síðari hálfleik réðu heimamenn lögum og lofum og náðu mest tíu marka forskoti, 23:13.

Bjarni Fritzson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri og var markahæstur. Næstu kom Oddur Gretarsson með sjö mörk. Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Hjalti Þór Pálmason fjögur.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Akureyri: Sveinbjörn Pétursson, Stefán Guðnason. Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Andri Snær Stefánsson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson, Hörður Fannar Sigþórsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson.

FH: Daníel Freyr Andrésson, Pálmar Pétursson. Sigurður Ágústsson, Andri Berg Haraldsson, Baldvin Þorsteinsson, Hjalti Þór Pálmason, Hjörtur Hinriksson, Ólafur Gústafsson, Örn Ingi Bjarkason, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Atli Rúnar Steinþórsson.

FH vann fyrstu  viðureign liðanna sem fram fór í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið, 26:25. Framlengja varð þá viðureign þar sem jafnt var, 22:22, eftir venjulegan leiktíma.

Akureyri 25:18 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Akureyri hefur jafnað einvígið eftir ótrúlegan viðsnúning!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert