Steven Lennon er ristarbrotinn

Steven Lennon.
Steven Lennon. mbl.is/Ómar

Steven Lennon, skoski sóknarmaðurinn hjá Fram, ristarbrotnaði undir lok leiks liðsins gegn FH í Pepsi-deild karla í fótbolta sem fram fór á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Lennon staðfesti þetta á Twitter í nótt þar sem hann sagðist vera þríbrotinn á rist. Þetta þýðir að hann spilar ekki meira með Fram á þessu keppnistímabili en tveir mánuðir eru eftir af því.

Þetta er mikið áfall fyrir Framara en Lennon er markahæsti leikmaður liðsins með fimm mörk í deild og tvö í bikar á þessu keppnistímabili.

Jón Ragnar Jónsson, varnarmaður FH, braut illa á Lennon undir lok leiksins og fékk fyrir vikið sitt annað gula spjald og þar með það rauða. Jón bað Lennon afsökunar á brotinu, bæði í viðtali á Stöð 2 Sport í gærkvöld og á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert