Jafntefli í háspennuleik á Akureyri

Daníel Freyr Andrésson markvörður FH reynir að verja skot í …
Daníel Freyr Andrésson markvörður FH reynir að verja skot í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri og FH skildu jöfn, 23:23, í fyrsta leiknum í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni, sem fram fór í Höllinni á Akureyri í kvöld. Ragnar Jóhannsson skoraði 13 af þessum 23 mörkum Akureyrarliðsins.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann. Akureyri var yfir í hálfleik, 13:12, og eftir það var jafnt á flestum tölum til leiksloka. Geir Guðmundsson jafnaði fyrir Akureyri þegar mínúta  var eftir og bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin. FH-ingar voru manni fleiri síðustu 17 sekúndurnar en töpuðu samt boltanum og Akureyringar áttu síðasta skotið. Það  var úr erfiðu færi, Geir skaut úr aukakasti en framhjá.

Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7, Bergvin Þór Gíslason 5, Geir Guðmundsson 5, Oddur Gretarsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Ásgeir Jónsson 1, Heimir Örn Árnason 1.

Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 13, Ísak Rafnsson 5, Sigurður Ágústsson 4, Einar Rafn Eiðsson 1.

Akureyri: Jovan Kukobat, Stefán Guðnason. Andri Snær Stefánsson, Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Hreinn Þór Hauksson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Ásgeir Jóhann Kristinsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Sigþór Heimisson. 

FH: Sigurður Örn Arnarson, Daníel Freyr Andrésson. Sigurður Ágústsson, Jóhann Karl Reynisson, Andri Berg Haraldsson, Hlynur Bjarnason, Einar Rafn Eiðsson, Arnar Birkir Hálfdánsson, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Magnús Óli Magnússon, Bjarki Jónsson.

Akureyri 23:23 FH opna loka
60. mín. Leik lokið Jafntefli niðurstaðan í ágætum leik hér fyrir norðan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert