Fram lítil fyrirstaða fyrir Akureyringa

Jóhann Gunnar Einarsson skýtur að marki Akureyringa. Til varnar er …
Jóhann Gunnar Einarsson skýtur að marki Akureyringa. Til varnar er Guðmundur Hólmar Helgason. mbl.is/Golli

Akureyri vann í kvöld þrælöruggan sigur á Fram í Safamýrinni í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik, 28:23. Akureyri var yfir nánast allan leikinn og komst meðal annars í 20:12 og svo 27:20 þegar skammt var til leiksloka.

Bjarni Fritzson var markahæstur Akureyringa með 11 mörk og Jovan Kukotat fór á kostum í fyrri hálfleiknum og varði 12 skot, og fjögur á þeim tíma sem hann spilaði í seinni hálfleik.

Jón Arnar Jónsson og Jóhann Gunnar Einarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Framara sem sáu aldrei til sólar í leiknum en staðan var 14:11 Akureyri í vil í hálfleik.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fram: Magnús Erlendsson, Björn Viðar Björnsson, Ólafur Jóhann Magnússon, Þorri Björn Gunnarsson, Haraldur Þorvarðarson, Guðmundur Birgir Ægisson, Garðar B. Sigurjónsson, Sigurður Eggertsson, Ægir Hrafn Jónsson, Jón Arnar Jónsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Róbert Aron Hostert, Stefán Darri Þórsson, Sigurður Örn Þorsteinsson.

Akureyri: Jovan Kukobat, Stefán Guðnason, Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Andri Snær Stefánsson, Hreinn Þór Hauksson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Bergvin Gíslason, Friðrik Svavarsson, Sigþór Heimisson, Ásgeir Jóhann Kristinsson.

Fram 23:28 Akureyri opna loka
60. mín. Akureyri tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert