Sekir eða saklausir?

Liðsmenn Montpellier komu í gær til Parísar frá Þýskalandi og …
Liðsmenn Montpellier komu í gær til Parísar frá Þýskalandi og mega búast við yfirheyrslum næstu daga. mbl.is/afp

Það má með sanni segja að Davíð hafi sigrað Golíat 12. maí síðastliðinn í franska handboltanum. Þá lagði smáliðið Cesson stórlið Montpellier að velli 31:28. Leikmenn Cesson fögnuðu líkt og þeir hefðu orðið heimsmeistarar þegar lokaflautið gall. Þeim tókst með sigrinum að tryggja sér afar mikilvæg stig í baráttunni fyrir tilverurétti sínum í deildinni.

Leikurinn skipti Montpellier hinsvegar litlu máli því liðið var nú þegar búið að tryggja sér franska meistaratitilinn. Margir af bestu leikmönnum liðsins tóku ekki einu sinni þátt í leiknum vegna meiðsla, þar á meðal skærasta stjarna liðsins Nikola Karabatic.

Fljótlega eftir að leikurinn kláraðist vaknaði grunur hjá frönskum eftirlitsaðilum um að ekki væri allt með felldu því veltan á veðmálum í kringum leikinn var fimm sinnum hærri heldur en vanalega.

Fjórum mánuðum síðar vakti sjónvarpsstöðin France 3 aftur athygli á málinu. Ásakanirnar reyndust vera byggðar á sterkum grundvelli og málið fór í opinbera rannsókn hjá lögreglunni fyrsta ágúst síðastliðinn. Sjónvarpsstöðin hélt því fram að liðið hefði tapað leiknum viljandi til að leyfa vinum og vandamönnum að hagnast umtalsvert á veðmálum enda voru líkurnar á sigri Cesson afar litlar. Stöðin hafði heimildir fyrir því að eiginkonur, kærustur og skyldmenni leikmanna Montpellier ásamt öðrum einstaklingum sem tengdust klúbbnum hefðu lagt undir háar fjárhæðir á þremur mismunandi stöðum í Frakklandi. Talið er að vandamenn leikmannanna hafi lagt undir um 5.000 evrur sem gerir 800.000 íslenskar krónur. Þeir fengu upphæðina 45 falt til baka sem gerir 225.000 evrur eða rúmar 36 milljónir króna.

Sjá fréttaskýringu um þetta mál í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka