Franski handknattleiksmaður Nikola Karabatic hefur verið settur í ótímabundið bann frá þátttöku í öllum leikjum Montpellier á meðan rannsókn stendur yfir á máli hans í tengslum við veðmál sem mikið hefur verið í fréttum síðustu daga.
Þýska fréttastofan DPA segist hafa heimildir fyrir þessu og að bannið gildi um alla leiki Montpellier, jafnt í frönsku deildinni sem og í Meistaradeild Evrópu.
Karabatic sagði m.a. í yfirlýsingu á Facebook í gær að sjálfur hefði hann aldrei veðjað gegn sínu liði í umræddum leik við Cesson í lokaumferð frönsku 1. deildarinnar í vor. Kærasta sín hefði hins vegar lagt undir á sigur Cesson.