Afturelding skellti Akureyringum

Bjarni Fritzson og Jóhann Jóhannsson eru markahæstu menn Akureyrar og …
Bjarni Fritzson og Jóhann Jóhannsson eru markahæstu menn Akureyrar og Aftureldingar í vetur. mbl.is/Golli

Afturelding innbyrti sín fyrstu stig í N1-deild karla í handknattleik þegar liðið vann frábæran útisigur gegn Akureyri, 28:23. Mosfellingar höfðu undirtökin lengst af leiksins en staðan var jöfn í leikhléi, 14:14.

Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Akureyringa með 7 mörk og næstur kom Guðmundur Hólmar Helgason með 5 mörk. Hjá Aftureldingu var Hilmar Stefánsson atkvæðamestur með 6 mörk og þeir Jóhann Jóhannsson og Sverrir Hermannsson skoruðu 5 mörk hvor.

Akureyri hefur 7 stig í öðru sæti en þetta var fyrsti ósigur liðsins í deildinni á tímabilinu. Afturelding er þrátt fyrir sigurinn í botnsæti deildarinnar með 2 stig, stigi minna en Fram.

Lið Akureyrar: Jovan Kukobat, Stefán Guðnason, Andri Snær Stefánsson, Geir Guðmundsson,  Bjarni Fritzsson,Hreinn Þór Hauksson, Guðmundur H. Helgason, Ásgeir Jóhann Kristinsson, Valþór Guðrúnarsson, Heimir Örn Árnason, Oddur Gretarsson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Sigþór Heimisson.

Lið Aftureldingar: Davíð Svansson, Smári Guðfinnsson, Andri Hrafn Hallsson, Hilmar Stefánsson, Helgi Héðinsson, Hrafn Ingvarsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Einar Héðinsson, Sverrir Hermannsson, Örn Ingi Bjarkason, Þrándur Gíslason, Jóhann Jóhannsson, Fannar Helgi Rúnarsson, Hrannar Guðmundsson.

Akureyri 23:28 Afturelding opna loka
60. mín. Afturelding tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert