Átta marka sigur Hauka gegn Akureyringum

Stefán Rafn Sigurmannsson sækir á vörn Akureyrar í dag.
Stefán Rafn Sigurmannsson sækir á vörn Akureyrar í dag. mbl.is/Eggert

Haukar náðu í dag fjögurra stiga forskoti á toppi N1-deildar karla þegar þeir lögðu Akureyringa á heimavelli sínum á Ásvöllum, 30:22.

Haukar höfðu undirtökin frá byrjun leiks en í hálfleik var staðan 16:11. Tjörvi Þorgeirsson og Elías Már Halldórsson voru markahæstir í liði Hauka með 6 mörk hvor en hjá Akureyringum var Heimir Örn Árnason atkvæðamestur með 9 mörk.

Haukar: Giedrius Morkunas, Einar Ólafur Vilmundarson, Tjörvi Þorgeirsson, Adam  Baumruk, Freyr Brynjarsson, Gylfi Gylfason, Elías Már Halldórsson, Árni Steinn Steinþórsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Sveinn Þorgeirsson, Gísli Jón Þórisson, Jón Þorbjörn Jóhannsson, Matthías Árni Ingimarsson, Gísli Kristjánsson. 

Akureyri: Jovan Kukobat, Stefán Guðnason, Geir Guðbrandsson, Hreinn Þór Hauksson,   Ásgeir Jóhann Kristinsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Valþór Atli Garðarsson, Daníel Matthíasson, Heimir Örn Árnason, Oddur Grétarsson, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Sigþór Árni Heimisson, Heiðar Þór Aðalsteinsson.

Haukar 30:22 Akureyri opna loka
60. mín. Hreinn Þór Hauksson (Akureyri) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert