Bróðirinn á förum frá Montpellier

Luka Karabatic ásamt unnustu sinni, Jennifer Priez.
Luka Karabatic ásamt unnustu sinni, Jennifer Priez. AFP

Franski handboltamaðurinn Luka Karabatic mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Pays d’Aix í dag eða á allra næstu dögum skv. frönskum heimildarmanni. Luka er núverandi leikmaður meistaraliðs Montpellier en hann hefur verið í leikbanni frá því í september vegna meint veðmálasvindls. Félagsskipti hans eru talin vera í beinum tengslum við óánægju forsvarsmanna Montpellier í tengslum við veðmálasvindlið.

Eldri bróðir Luka er Nikola Karabatic en hann var einnig bendlaður við meint veðmálasvindl ásamt fleiri leikmönnum Montpellier. Nikola fékk hinsvegar leyfi frá forráðarmönnum Montpellier til að snúa aftur til vinnu á dögunum ásamt Issam tej og Dragan Gajic. Nikola hefur komið allri sökinni yfir á kærustu sína í þessu meinta veðmálasvindli og sagðist sjálfur hafa verið algjörlega grunlaus í þessu máli. Kærasta Luka Karabatic hefur hinsvegar viðurkennt að hún hafi verið að fara eftir fyrirmælum frá Luka þegar hún lagði undir pening á umræddan leik gegn Cesson í maí síðastliðnum. 

Forseti Montpellier, Remi Levy, sagði á blaðamannafundi á dögunum að : „Þeir leikmenn sem veðjuðu sjálfir gegn sínum eigin klúbbi eru ekki verðugir þess að klæðast aftur búningi Montpellier.“ Hann nafngreindi ekki hvaða leikmenn hann átti við en þarna er hann væntanlega að vísa til Luka Karabatic og Primoz Prost. Opinber rannsókn lögreglu á veðmálasvindlinu stendur enn yfir.

Luka er 24 ára,  2.02 m á hæð og spilar sem línumaður ásamt því að spila í hjarta varnarinnar.  Hann lék með franska landsliðinu gegn Argentínu á síðasta ári. Luka kemur til með að nýtast liði Pays d’Aix vel því liðið er í harðri botnbaráttu um þessar mundir.  Lið Pays d’Aix er til húsa í borginni Aix en Provence í Suður Frakklandi en borgin er eingöngu 150 km fjarlægð frá Montpellier þannig að Luka þarf ekki að flytja sig langt um set.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert