Handboltakona í spjótkastið

Heidi Löke skorar fyrir Noreg gegn Serbíu á EM sem …
Heidi Löke skorar fyrir Noreg gegn Serbíu á EM sem nú stendur yfir. AFP

Heidi Löke frá Noregi, sem var kjörin besta handknattleikskona heims árið 2011, ætlar að keppa í spjótkasti í heimalandi sínu á næsta ári.

Löke heillaðist af spjótkastinu þegar hún vann keppni í þeirri grein á milli besta íþróttafólks Noregs í mörgun greinum sem TV2 í Noregi stóð fyrir. Hún hefur nú þegar tilkynnt þátttöku sína á norska meistaramótinu í frjálsíþróttum næsta sumar.

„Ég tek ekki spjótkastið framyfir handboltann en ég elska að reyna eitthvað nýtt og þetta verður góð reynsla,“ sagði Heidi Löke við TV2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert