Nikola Karabatic og hinir sex leikmennirnir sem viðriðnir voru veðmálahneykslið í franska handboltanum á síðasta ári voru í gærkvöld úrskurðaðir í sex leikja keppnisbann hver.
Þeir voru allir leikmenn Montpellier þegar liðið tapaði óvænt fyrir Cesson-Rennes í lokaumferð frönsku 1. deildarinnar síðasta vor.
Nú leika hinsvegar aðeins tveir þeirra með Montpellier, þeir Issam Tej frá Túnis og Dragan Gajic frá Slóveníu. Þeir Samuel Honrubia og Mladen Bojinovic frá Serbíu leika nú með París SG, Karabatic-bræðurnir Nikola og Luka spila með Pays d'Aix og Primoz Prost frá Slóveníu leikur með Göppingen í Þýskalandi.