Ágúst Jóhannsson ráðinn til SønderjyskE

Ágúst Jóhannsson, handknattleiksþjálfari.
Ágúst Jóhannsson, handknattleiksþjálfari. Árni Sæberg

Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik og þjálfari karlaliðs Gróttu, hefur verið ráðinn þjálfari danska kvennaliðsins SønderjyskE frá og með næstu leiktíð. Þetta var tilkynnt fyrir stundu af forráðamönnum SønderjyskE.

SønderjyskEer situr um þessar mundir í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Haft er eftir Olivera Kecman, íþróttastjóra félagsins, í fréttatilkynningu að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægðir með að hafa krækt í Ágúst sem þeir binda miklar vonir við. Auk þess að þjálfa úrvalsdeildarlið SønderjyskE er Ágústi ætlað að hafa umsjón með akademíu félagsins og uppbyggingu yngri flokka kvenna.

Ágúst flutti heim til Íslands á síðasta ári eftir að hafa verið þjálfari kvennaliðs Levanger í norsku úrvalsdeildinni um þriggja ára skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert