Óskar Bjarni rekinn frá Viborg

Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. mbl.is/hag

Óskar Bjarni Óskarsson sem hefur stýrt kvennaliði Viborg síðustu fjóra mánuðina var í dag rekinn úr starfi og Christian Dalmose var ráðinn í hans stað og mun stjórna liðinu út leiktíðina.

Undir stjórn Óskars Bjarna er lið Viborg komið í undanúrslit um danska meistaratitilinn þar sem liðið mætir Midtjylland eftir fjóra daga en Viborg endaði deildarkeppnina í þriðja sæti.

Óskar tók við þjálfun kvennaliðsins fyrir fjórum mánuðum en hann var ráðinn þjálfari karlaliðs Viborg síðastliðið sumar en í kringum áramótin var ákveðið að hann söðlaði um og tæki við kvennaliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert