Tvö lið til Evrópu

Íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna taka þátt í EHF keppninni …
Íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna taka þátt í EHF keppninni á næsta keppnistímabili. Morgunblaðið/Eva Björk

Tvö íslensk félagslið hafa tilkynnt um þátttöku í Evrópumótum félagsliða í handknattleik á næsta keppnistímabili. Haukar ætla að senda karlalið sitt til leiks í EHF-keppninni og kvennalið Fram ætlar einnig að freista gæfunnar í EHF-keppninni.

Íslandsmeistarar Fram í handknattleik karla, bikarmeistarar ÍR í karlaflokki og Valur í kvennaflokki skráðu lið sin ekki til leiks, eftir því sem staðfest fékkst á skrifstofu HSÍ í gær, en skráningar á Evrópumót félagsliða fara í gegnum hana.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert