Sunna samdi við sænskt félag

Sunna Jónsdóttir reynir skot að marki Vals.
Sunna Jónsdóttir reynir skot að marki Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleikskonan Sunna Jónsdóttir, sem varð Íslandsmeistari með Fram í vor, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska úrvalsdeildarfélagið BK Heid.

Sunna hefur leikið með Fram undanfarin tvö ár eftir að hafa komið í Safamýrina frá Fylki. Hún er 24 ára gömul og á að baki 24 landsleiki fyrir Ísland.

Sunna mun koma til liðs við Heid í næstu viku. Hún hefur verið í leit að félagi erlendis og íhugaði meðal annars að fara til Noregs og Þýskalands.

Heid varð í 10. og þriðja neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið þurfti því að fara í umspil til að halda sæti sínu en náði því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert