Aron dregur úr æfingaálagi um áramót

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson AFP

Mikið álag er á landsliðsmönnum Íslands í handknattleik. Allir leika þeir með félagsliðum sínum og í kringum jólahátíðina í Evrópu og síðustu leikir margra þeirra verða 28. desember sem þýðir að þeir verða komnir hingað til lands daginn eftir. Lítill tími gefst til undirbúnings því Evrópumeistaramótið í Danmörku hefst 12. janúar en áður leikur íslenska landsliðið þrjá leiki í Þýskalandi, 3., 4. og 5. janúar. Ráðgert er að íslenska landsliðið haldi til Danmerkur til þátttöku í EM 10. janúar.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur samþykkt að fækka aðeins æfingum frá upphaflegri áætlun og gefa leikmönnum tveggja og hálfs dags frí í kringum áramótin.

„Ég ræddi við Aron Kristjánsson og náði að kría út frí fyrir okkur seinni hluta dags hinn 30. desember, á gamlársdag og á nýársdag. Ég lagði spilin á borðið og sagði einfaldlega að við þyrftum nokkra daga til þess að anda eftir þá törn sem við erum allir í nánast fram að áramótum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið.

Ítarlega er rætt við Guðjón Val í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert