Ágúst Þór hættur hjá SönderjyskE

Ágúst Þór Jóhannsson er hættur störfum hjá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE.
Ágúst Þór Jóhannsson er hættur störfum hjá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE. Árni Sæberg

Ágúst Þór Jó­hanns­son er hætt­ur sem þjálf­ari danska úr­vals­deild­arliðsins í hand­knatt­leik kvenna Sönd­erjyskE. Hann til­kynnti leik­mönn­um þetta á fundi sem varð ljúka. „Það varð að sam­komu­lagi milli mín og stjórn­ar­inn­ar að ég hætti núna og ann­ar tæki við þjálf­un liðsins á loka­sprett­in­um og freistaði þess að ná í þá tvo til þrjá sigra sem liðið þarf til þess að hanga uppi í deild­inni,“ sagði Ágúst Þór fyr­ir stundu í sam­tali við mbl.is.

Sönd­erjyskE hef­ur ekki vegnað vel í dönsku úr­vals­deild­inni á þess­ari leiktíð og aðeins unnið tvo af átján leikj­um sín­um. Sem stend­ur sit­ur það í neðsta sæti dönsku úr­vals­deild­ar­inn­ar þegar fjór­ar um­ferðir eru eft­ir. Sönd­erjyskE er tveim­ur stig­um á eft­ir Nykøbing Fal­ster HK og þrem­ur á eft­ir Ring­købing Hånd­bold. Eitt lið fell­ur úr deild­inni í vor niður í B-deild­ina.

Ágúst Þór tók við þjálf­un Sönd­erjyskE á síðasta sumri og skrifaði þá und­ir eins árs samn­ing. „Það varð mik­il breyt­ing á leik­manna­hópn­um fyr­ir þetta keppn­is­tíma­bil. Níu leik­menn fóru annað. Ekki komu eins marg­ir leik­menn í staðinn auk þess sem örv­henta skytt­an okk­ar meidd­ist snemma á keppn­is­tíma­bil­inu og síðan fékk Stella Sig­urðardótt­ir þungt höfuðhögg í nóv­em­ber og annað í des­em­ber og hef­ur ekk­ert leikið með okk­ur síðan,“ seg­ir Ágúst Þór sem nú fer að pakka sam­an fögg­um sín­um.

„Við stefn­um bara á að flytja á ný heim til Íslands. Þar ætla ég að halda áfram að þjálfa,“ seg­ir Ágúst sem áfram verður landsliðsþjálf­ari kvenna í hand­knatt­leik en hann er með samn­ing við HSÍ fram á mitt næsta ár.

„Auðvitað eru það mik­il von­brigði að þetta skuli ekki hafa gengið upp. En svona er bolt­inn. Hann er ekki alltaf dans á rós­um,“ seg­ir Ágúst Þór Jó­hanns­son hand­knatt­leiksþjálf­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert