Akureyringarnir gætu bjargað HK

Ef fjölgað verður um tvö lið í úrvalsdeild karla, Olís-deildinni, á næsta keppnistímabili úr átta í tíu lið, mun það lið sem hafnar í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar í vor hafa örlög neðsta liðsins í höndum sér.

Eins og staðan er núna bendir flest til þess að liðum fjölgi í Olís-deild karla á næsta keppnistímabili sem hefst í haust. Fari svo þá eru talsverðar líkur á því að neðsta lið deildarinnar í vor, sem flest bendir til að verði HK, falli ekki niður um deild. Ef röð liðanna í úrvalsdeild karla verður eins þegar upp verður staðið í vor og nú er, þegar fimm umferðir eru óleiknar, má segja að Akureyri handboltafélag, sem liðið í sjöunda sæti, haldi ekki aðeins um eigin örlög heldur einnig neðsta liðsins, HK.

Sjá nánar fréttina í heild og einnig ítarlega fréttaskýringu um líkurnar á fjölgun í efstu deild næsta vetur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert