Endurkoma Kristjáns

Kristján Arason, þjálfari FH.
Kristján Arason, þjálfari FH. hag / Haraldur Guðjónsson

Kristján Arason er byrjaður að starfa hjá FH-ingum á nýjan leik en hann er kominn í þjálfarateymi karlaliðs félagsins í handknattleik og verður í því til loka tímabilsins.

Kristján verður Einari Andra Einarssyni, þjálfara liðsins, og aðstoðarmanni hans, Elvari Erlingssyni, til halds og trausts og með því að fá Kristján vonast FH-ingar til þess að hagur liðsins vænkist og því takist að komast í úrslitakeppnina í vor.

„Einar Andri kom að máli við mig og bar þessa hugmynd upp við mig og ég ákvað að slá til. Mér rann blóðið til skyldunnar enda hefur FH skipað stóran sess í mínu lífi og fjölskyldunni og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til þess að FH komist í úrslitakeppnina. Þetta er ögrandi verkefni,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert