Róbert Aron Hostert, handknattleiksmaðurinn snjalli sem leikur með ÍBV, hefur gengið frá tveggja ára samningi við danska liðið Mors-Thy. Róbert mun ganga til liðs við félagið eftir leiktíðina og þar með verða tveir Íslendingar í herbúðum félagsins en fyrir hjá því er Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson sem kom til félagsins frá Haukum fyrir tveimur árum.
„Nú er loksins komið að því að taka skrefið og það er ákveðinn léttir að vera búinn að taka ákvörðun,“ sagði Róbert Aron við Morgunblaðið í gær en hann hefur verið undir smásjá nokkurra liða í Danmörku og Þýskalandi og meðal þeirra liða sem vildu fá hann voru danska liðið GOG og Hannover-Burgdorf frá Þýskalandi.
Ítarlegt viðtal er við Róbert Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.