Stigum skipt í KA-heimilinu

Guðmundur Hólmar Helgason, Valsari, og Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar, …
Guðmundur Hólmar Helgason, Valsari, og Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar, eigast við í leik liðanna fyrr í vetur. Ómar Óskarsson

Akureyri og Valur skildu með skiptan hlut, 24:24, í Olís-deild karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Valur heldur þriðja sæti deildarinnar, hefur nú 22 stig, og er fjórum stigum á undan Fram sem er í fjórða sæti og fjórum stigum á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti.

Fyrri hálfleikur var jafn en heimamenn voru marki yfir í hálfleik, 13:12. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks voru jafnar en eftir það komust Valsmenn yfir, fyrst með tveggja marka forskot og síðan náðu þeir fjögurra marka forskoti og virtust ætla að tryggja sér stigin tvö. Heimamenn voru hinsvegar ekki af baki dottnir og tókst með seiglu að jafna metin. Þeir áttu meira að segja möguleika á að vinna leikinn því þeir áttu síðustu sókn leiksins. 

Bjarni Fritzson skoraði sex mörk fyrir Akureyri og Kristján Orri Jóhannsson fimm. Finnur Ingi Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Val og Geir Guðmundsson sjö en hann reyndist sínum gömlu félögum erfiður. Annars er tölfræði leiksins að finna neðar á síðunni.

Þetta var í fyrsta skipti síðan 2008 sem Akureyri spilaði í KA-heimilinu en þar vann félagið einmitt sinn stærsta sigur í sögu þess eða 51:15 gegn HKR, samkvæmt heimasíðu þess.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Akureyri 24:24 Valur opna loka
60. mín. Valur skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert