Leiktíð lokið hjá Hönnu

Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir. mbl.is/Ómar

Stjarnan verður án reynsluboltans Hönnu Guðrúnar Stefánsdóttur í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Þetta staðfesti Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gær.

„Það var brotið illa á henni í deildarleiknum gegn Aftureldingu í næstsíðustu umferð. Hún lenti svo illa á öxlinni og sleit sin,“ sagði Skúli.

Hanna gekkst undir aðgerð á föstudag og er nú í fatla og má ekki hreyfa olnbogann frá líkamanum. Skúli segir blóðtökuna mikla. „Við erum þegar búin að missa Rakel [Dögg Bragadóttur] út sem var gríðarlega mikilvæg í vörn og sókn. Núna missum við svo Hönnu sem er markahæst í liðinu. Það segir sig sjálft að það eru töluverð gjöld í þessu,“ sagði Skúli sem stýrir Stjörnunni gegn HK í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert