Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs FH í handknattleik og er samningur hans til þriggja ára.
Halldór hefur þjálfað kvennalið Fram undanfarin tvö ár og á síðustu leiktíð fagnaði liðið Íslandsmeistaratitli undir hans stjórn.
Samningur Halldórs tekur gildi hinn 1. júní sumar og leysir hann Einar Andra Einarsson af hólmi en eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum tekur Einar við þjálfun karlaliðs Aftureldingar fyrir næsta tímabil. Þá lætur Kristján Arason af störfum en hann kom inn í þjálfarateymið fyrir nokkrum vikum.