Jenný úr leik út keppnistímabilið

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals. mbl.is/Kristinn

„Jenný verður ekkert meira með okkur á keppnistímabilinu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna, við Morgunblaðið í gær er hann var inntur eftir meiðslum landsliðsmarkvarðarins Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur.

Jenný tognaði illa á hægri ökkla undir lok æfingar í fyrrakvöld. Berglind Íris Hansdóttir, sem hætti á dögunum eftir að hafa leyst Jennýju af í meiðslum hennar í vetur, stendur vaktina í marki Vals út leiktíðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert