„Vildi fá nýja áskorun“

Jóhann Gunnar Einarsson í leik með Frömurum.
Jóhann Gunnar Einarsson í leik með Frömurum. mbl.is/Ómar

Handknattleiksmaðurinn Jóhann Gunnar Einarsson hefur dregið fram skóna á ný og samdi í gær til eins árs við Aftureldingu sem vann sér á dögunum sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð.

Jóhann sem er 28 ára varð Íslandsmeistari með Fram fyrir ári og var valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla í handbolta á síðasta lokahófi HSÍ.

„Ég var nú búinn að heyra í nokkrum félögum, en á endanum fannst mér Afturelding mest spennandi. Ég er búinn að vinna tvo Íslandsmeistaratitla með Fram og hef bara spilað fyrir Fram á Íslandi, þannig að það hefði verið auðveldast að fara bara þangað sem ég þekki alla og allir þekkja mig. En mér fannst áskorun að fara í Mosfellsbæinn í lið sem er nýtt í úrvalsdeildinni, með nýjan þjálfara og mikinn efnivið,“ sagði Jóhann Gunnar við Morgunblaðið í gærkvöld.

Nánar er rætt við Jóhann Gunnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert