Sennilega slitin hásin hjá Ragnhildi

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir.
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, handknattleikskona hjá Val, sleit að öllum líkindum hásin á hægri fæti í fyrstu viðureign Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Mýrinni í gær.

„Það eru yfirgnæfandi líkur á að hásinin sé slitin,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið eftir leikinn í gærkvöldi. „Þetta er sorglegt því þessi alvarlegu meiðsli koma í beinu framhaldi af þriggja mánaða fjarveru hennar frá keppni. Okkur var sagt í morgun að hún væri klár í slaginn en síðan gerist þetta eftir að hún hafði verið inni á leikvellinum í nokkrar mínútur. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur en alveg sérstaklega fyrir Ragnhildi,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert