ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta sinn eftir nauman eins marks sigur á Haukum, 29:28 í oddaleik í úrslitum. ÍBV vann því úrslitaeinvígið 3:2 og Íslandsmeistaratitilinn um leið.
Stemningin var algjörlega rafmögnuð á Ásvöllum í kvöld og hitinn mikill. Einum og hálfum tíma fyrir leik var orðið fyllt út úr dyrum. Eyjamenn höfðu frumkvæðið stóran hluta fyrri hálfleik en leikurinn var samt sem áður jafn. Agnar Smári Jónsson fór á kostum í liði ÍBV og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Honum héldu hreinlega engin bönd og markvarslan var engin hjá liðunum stærstan hluta úr fyrri hálfleik. Einar Pétur Pétursson og Adam Haukur Baumruk voru líka drjúgir fyrir Hauka í fyrri hálfleik.
Í stöðunni 13:15 fyrir ÍBV í lok fyrri hálfleiks skoruðu Sigurbergur Sveinsson og Árni Steinn Steinþórsson sitt markið hvor og sáu til þess að leikar voru hnífjafnir í hálfleik, 15:15.
Haukar tóku fljótlega öll völd á vellinum í síðari hálfleik og komust fjórum mörkum yfir, 22:18. Þá tóku Eyjamenn leikhlé og skoruðu í kjölfarið þrjú næstu mörk og minnkuðu muninn í 22:21 og 16 mínútur eftir af leiknum. Eyjamenn héldu baráttunni áfram og fyrr en varði var ÍBV komið yfir, 23:24 og 12 mínútur eftir. Haukar endurheimtu svo strax forystuna í 25:24 og spennan hélt áfram og liðin skiptust á að hafa eins marks forystu.
Enn var staðan jöfn þegar 38 sekúndur voru eftir, 28:28 og ÍBV tók leikhlé. Agnar Smári Jónsson skoraði svo í næstu sókn, en Haukum tókst ekki að skora í sinni lokasókn. Þar með var fyrsti Íslandsmeistaratitill karlaliðs ÍBV í handknattleik staðreynd eftir 29:28-sigur.
Haukar | 28:29 | ÍBV | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. ÍBV tekur leikhlé 38 sekúndur eftir. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |