Ástralir vonsviknir með ákvörðun IHF

Liðsmynd af karlalandsliði Ástralíu í handbolta.
Liðsmynd af karlalandsliði Ástralíu í handbolta. Ljósmynd/Ástralska handboltasambandið

Ástralska handknattleikssambandið er ósátt við þá ákvörðun Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF að skipta landsliði Ástralíu út fyrir Þýskaland í heimsmeistarakeppni karla í handkattleik sem verður í Katar á næsta ári, eins og ákveðið var á fundi framkvæmdastjórnar IHF í gær.

Ástralska sambandið hefur nú sent frá sér stutta yfirlýsingu um málið sem lesa má í íslenskri þýðingu hér fyrir neðan.

Kæru handboltavinir,

Forráðamönnum handknattleikssambands Ástralíu var í gær greint frá þeirri ákvörðun IHF að Ástralía verði ekki meðal þátttakenda á HM 2015 í handbolta sem haldið verður í Katar, heldur keppi Þýskaland í stað okkar.

Við höfum nú farið yfir ákvörðun IHF og erum vitanlega miður okkar yfir henni. Við erum samt ennþá í samskiptum við IHF og munum við í samráði við leikmenn okkar birta lengri yfirlýsingu fljótlega.

Við þetta tækifæri viljum við þakka kærlega fyrir stuðning ykkar. Vinsamlegast deilið þessu áfram til stuðnings við ástralskan handknattleik.

Fleiri fréttir af málinu:
Geðþóttaákvörðun stjórnenda IHF?

Einar: Kemur okkur spánskt fyrir sjónir

Þjóðverjar á HM - Ísland hundsað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka