Geðþóttaákvörðun stjórnenda IHF?

Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon landsliðsþjálfarar í handknattleik karla.
Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon landsliðsþjálfarar í handknattleik karla. mbl.is/Eva Björk

Sú ákvörðun framkvæmdastjórnar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í gær að bjóða Þjóðverjum keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Katar á næsta ári kom á óvart. Ekki síst þar sem eftir því sem næst verður komist kemur hvergi fram í lögum IHF um heimsmeistaramót að hægt sé úthluta sérstökum keppnisrétti, svokölluðu „wildcard“, til keppnisþjóða eins og gert er í þessu tilfelli.

Samkvæmt reglugerð IHF um heimsmeistaramót, grein 2.8., segir að ef heimsálfa gefi keppnisrétt á heimsmeistaramóti frá sér skuli fyrsta varaþjóð frá álfu heimsmeistarana taka sæti. Ef fyrsta varaþjóð vilji ekki taka sæti þá komi röðin að annarri varaþjóð. Gefi hún einnig þátttökuréttinn frá sér geti framkvæmdastjórn IHF höggvið á hnútinn.

Heimsmeistararnir eru evrópskir, þ.e. Spánverjar. Þar af leiðandi ætti fyrsta varaþjóð Evrópu að taka sæti í þessu tilfelli og það er Ísland samkvæmt bréfi sem Handknattleikssamband Evrópu sendi til IHF 16. júní og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Svo virðist sem um geðþóttaákvörðun sé að ræða að hálfu framkvæmdastjórnar IHF að bjóða Þjóðverjum keppnisréttinn með þeim rökum að þeir hafi náð bestum árangri á HM á Spáni í fyrra, sé litið til þeirra þjóða sem tókst að tryggja sér keppnisrétt. Ýmsa grunar að sú ákvörðun sé byggð á þeirri staðreynd að í Þýskalandi er sennilega verðmætasti markaður fyrir sölu á sjónvarpsrétti HM.

Nánar er fjallað um ákvörðun IHF í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Einar: Kemur okkur spánskt fyrir sjónir.

Þjóðverjar á HM - Ísland hundsað.

Ástralir vonsviknir með ákvörðun IHF

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka