Elías Már riftir samningi við Akureyri

Elías Már Halldórsson tekur skot gegn ÍBV fyrr í vetur.
Elías Már Halldórsson tekur skot gegn ÍBV fyrr í vetur. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Elías Már Halldórsson leikur í dag sinn síðasta heimaleik fyrir Akureyri Handboltafélag en hann hefur ákveðið að rifta samningi sínum við félagið af persónulegum ástæðum, samkvæmt heimildum mbl.is.

Elías Már kom til Akureyrar frá Haukum í sumar eftir að hafa verið lykilmaður hjá Hafnarfjarðarfélaginu undanfarin ár. Elías er þrítugur, örvhentur hornamaður og skytta, og lék áður með HK, Stjörn­unni, þýska liðinu Empor Rostock og norsku liðunum Hauga­land og Ar­en­dal.

Elías er í leikmannahópi Akureyrar gegn Fram í dag en hann hefur skorað 33 mörk í 13 leikjum fyrir liðið í vetur. Síðasti leikur hans með Akureyri verður gegn FH á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert