Alveg dísætt

„Þetta var dísætt. Ég hreinlega orðlaus hvað þetta gekk vel hjá okkur. Það má segja að allt hafi gengið upp,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, í sjöunda himni eftir sigurleikinn á Val í úrslitum Coca Cola bikarsins í handknattleik kvenna í Laugardalshöll í dag.

Þetta er í þriðja sinn sem Íris Björk mætir Val í úrslitum bikarkeppninnar en hún var í sigurliði Fram 2010 og 2011. „Við spiluðum okkar leik og héldum áfram allt til loka. Þetta var þriðji sigurleikur minn gegn Val í úrslitum bikarkeppninnar en þetta var sætasti sigurinn,“ sagði Íris Björk og bætti við að þetta væri tilfinningarrík stund fyrir sig.

Nánar er rætt við Írisi Björk á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert