Mikill hasar var í undanúrslitaleikjunum í handbolta í Laugardalshöll í gær. Rauða spjaldið fór þrisvar á loft: Andri Berg Haraldsson FH, Guðmundur Hólmar Helgason Val og Grétar Þór Eyþórsson ÍBV.
Þegar rautt spjald er gefið í handbolta skiptir máli hvort dómarar láti skýrslu fylgja um atvikið eða ekki. Allt eftir alvarleika brotsins og eðli brottvísunarinnar.
Morgunblaðið fékk staðfest í gærkvöldi að Andri Berg og Grétar Þór geta báðir leikið með liðum sínum í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll í dag og fengu því ekki leikbann.