Halldór Harri hættir hjá Haukum

Halldór Harri Kristjánsson ræðir leikmenn. Hann hefur ákveið að hætta …
Halldór Harri Kristjánsson ræðir leikmenn. Hann hefur ákveið að hætta með kvennalið Hauka við lok leiktíðar. Ljósmynd/Jón Páll Vignisson

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik, hefur sagt upp samningi sínum við félagið og hættir þar af leiðandi þjálfun liðsins við lok leiktíðar í vor. Halldór hefur þjálfað Haukana í þrjú ár.

Halldór Harri hefur stýrt uppbyggingu hjá Haukaliðinu undanfarin þrjú ár. Liðið hefur náð afar athyglisverðum árangri í vetur og sem stendur sitja Haukar í fjórða sæti Olís-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.  Fjórða sætið veitir heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir páska.

Haukar komust léku í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins fyrir skömmu og náðu einnig í undanúrslit í sömu keppni í fyrra. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi Halldórs Harra hjá Haukum  né hvað tekur við Halldóri Harra sem þjálfaði um skeið í Noregi áður en tók við Haukaliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert