Guðrún Ósk komin aftur í Safamýri

Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram.
Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram. Steinn Vignir

Handknattleiksmarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur gengið á nýjan leik til liðs við Fram og mun leika með liðinu tvö næstu keppnistímabil frá og með því næsta. Hún skrifaði undir samning við Safamýrarliðið í dag eftir að hafa leikið í tvö ár með FH.

Guðrún Ósk kom til Fram frá Fylki sumarið 2011 og lék í eitt ár með liðinu áður en hún fór í barneignarfrí. Að því loknu gekk Guðrún Ósk til liðs við FH.

Guðrún Ósk hefur verið með annan fótinn í landsliðinu síðustu árin og á að baki 23 landsleiki.  

Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður.
Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður. Ljósmynd/Fram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert