Grótta Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Grótta tryggði sér sinn fyrsta Íslandmeistaratitil þegar liðið lagði Stjörnuna, 24:23, í æsispennandi fjórða úrslitaleik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ þar sem hin unga Lovísa Thompson skoraði sigurmarkið þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.

Grótta vann þar með einvígið, 3:1, en Seltjarnesliðið batt þar með endi á glæsilegt tímabil en liðið vann einnig deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.

Stjarnan hafði lengst af leiksins undirtökin. Í hálfleik var staðan, 13:10, og í seinni hálfleik náði Stjarnan mest fimm marka forskoti. En Gróttukonur neituðu að gefast upp og tókst með frábærum endaspretti að knýja fram sigur.

Mörk Stjarnan : Sólveig Lára Kjærnested 7/1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 5, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Stanciu 20/1.
Utan vallar: 2 mínútur

Mörk Grótta: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Lovísa Thompson 4, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Sunna María Einarsdóttir 3/2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 10, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 5.
Utan vallar: 2 mínútur

Stjarnan 23:24 Grótta opna loka
60. mín. Elín Jóna Þorsteinsdóttir (Grótta) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert