Liðsstyrkur til Hauka

Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og María Karlsdóttir.
Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og María Karlsdóttir. Ljósmynd/haukar

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við þrjá nýja leikmenn sem munu leika með kvennaliði félagsins í Olís deildinni á næstu leiktíð.

Í fréttatilkynningu frá Haukum segir;

Leikmennirnir sem um ræðir eru Jóna Sigríður Halldórsdóttir, María Karlsdóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir er einn af betri vinstri hornamönnum landsins og mun án efa styrkja lið Hauka umtalsvert.  Hún lék með ÍBV á síðustu leiktíð, en er uppalin í HK.  Jóna Sigríður samdi við Hauka til tveggja ára.

María Karlsdóttir er öflugur línumaður sem kemur til Hauka frá Fram, en hún er uppalin í Víking.  María er einnig mjög sterkur varnarmaður og styrkir hópinn hjá Haukum mikið.  María samdi einnig við Hauka til tveggja ára.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir er nýbakaður meistari með Gróttu og hún er einn af efnilegri markmönnum landsins.  Hún hefur nú ákveðið að söðla um og kemur til Hauka á lánssamningi til eins árs.

Allir þessir leikmenn koma til með að þétta hópinn hjá Haukum til muna og félagið væntir mikils af þeim á komandi leiktíð, enda markmið félagsins að vera í fremstu röð íslenskra handknattleiksliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert