Slitið krossband hjá Birnu Berg

Birna Berg Haraldsdóttir.
Birna Berg Haraldsdóttir. Ómar Óskarsson

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, er með slitið krossband á hægra hné. Hún staðfesti það við mbl.is rétt áðan en hún fór í ítarlega skoðun í dag og þá kom þetta í ljós sem marga hafði þó grunað eftir að hún meiddist í viðureign Íslendinga og Svarfellinga í Podgorica á sunnudagskvöldið.

„Ég hef sjaldan verið eins svekkt og pirruð,“ sagði Birna Berg við mbl.is í kvöld etir að niðurstaðan lá fyrir. Hún sleit krossband á vinstra hné snemma árs 2012 og var þá frá keppni í átta mánuði. Hún segir ekki ljóst ennþá hvar og þá hvenær aðgerð verður gerð á hnénu. Birna vonast til þess að þau mál komist á hreint sem allra fyrst.

Birna Berg skrifaði í vor undir samning við þýska liðið Koblenz/Weibern. Hún segist hafa látið forráðamenn félagsins vita af meiðslunum. Ljóst er að hún leikur ekki með liðinu fyrr en eitthvað verður liðið inn á næsta ár sé tekið mið af þeim tíma sem það tók Birnu Berg að jafna sig eftir að hafa slitið krossbandið á vinstra hné.

Birna Berg hafði ekki tekið þátt í leiknum nema í stutta stund þegar hún meiddist í leiknum í Podgorica. Hún var ekki neinum átökum þegar atvikið átti sér stað, var að senda boltann frá sér þegar eitthvað gaf sig í hnénu. 

Birna Berg birti þessa mynd á Facebook síðu sinni í …
Birna Berg birti þessa mynd á Facebook síðu sinni í kvöld. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert