Meistarar ekki í Evrópukeppni

Gróttukonur fögnuðu stóru titlunum á síðasta tímabili.
Gróttukonur fögnuðu stóru titlunum á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert

Íslands- og bikarmeistarar Gróttu í handknattleik kvenna ætla ekki að taka þátt í Evrópukeppninni á komandi leiktíð.

„Við fórum vel yfir þessi mál, bæði stjórn og leikmenn. Kostnaður af þátttöku í Evrópukeppni er gífurlegur og við komumst að sameiginlegri niðurstöðu þegar við vorum búin að fara í gegnum hlutina að vildum bara einbeita okkur að mótunum hér heima og gáfum því eftir sæti okkar í Evrópukeppninni að þessu sinni þótt það hefði örugglega verið gífurlega gaman að vera með,“ sagði Arnar Þorkelsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, við Morgunblaðið.

ÍBV með bæði kvenna- og karlalið

Fram hefur ákveðið að senda lið til leiks í EHF-keppni kvenna og ÍBV verður með í Áskorendakeppninni en bæði tóku þau þátt í Evrópukeppni í fyrra, Fram í Áskorendakeppninni og ÍBV í EHF-keppninni.

Hjá körlunum verða Íslandsmeistarar Hauka og bikarmeistarar ÍBV fulltrúar Íslendinga í Evrópumótunum. Haukar taka þátt í EHF-keppninni og hefja keppni í 1. umferð ásamt 23 öðrum liðum. Beint í 3. umferðina fara liða eins og Magdeburg sem Geir Sveinsson þjálfar, Füchse Berlin sem Erlingur Richardsson þjálfar, Saint Raphael, lið Arnórs Atlasonar, og Álaborg sem Ólafur Gústafsson og Aron Rafn Eðvarðsson leika með.

Eyjamenn taka hins vegar þátt í Áskorendakeppninni og hefja þar keppni í 2. umferð ásamt 19 liðum.

Dregið verður til fyrstu umferða í Evrópumótunum næsta þriðjudag, 21. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert