EM í hættu hjá Alexander

Alexander Petersson bíður upp á von og óvon eftir því að sjá hvort hann geti leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í Póllandi í janúar.

Eftir góða byrjun á leiktíðinni með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi nú í haust er hann farinn að finna fyrir sömu meiðslum og háðu honum síðasta vor, sem urðu til þess að hann missti af síðustu leikjunum í undankeppni EM.

„Ég fór í aðgerð í byrjun júní vegna kviðslits – var þá búinn að vera að drepast í náranum. Ég æfði svo á fullu á undirbúningstímabilinu og það var allt í lagi þegar leiktíðin hófst. En leikirnir hafa verið margir, alltaf tvisvar í viku, og smám saman fór þetta að verða eins og það var fyrir aðgerðina. Þetta tók sig ekkert upp allt í einu út af einhverju sem gerðist, heldur hefur þetta bara orðið verra og verra með tímanum,“ sagði Alexander við Morgunblaðið í gær.

Alexander var ekki með Löwen þegar liðið mætti Vive Kielce í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld, og hann mun einnig hvíla sig um helgina þegar Löwen mætir Lübbecke með það að markmiði að geta spilað stórleikinn við Kiel næstkomandi miðvikudag.

Nánar er rætt við Alexander í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert