Haukar fögnuðu í dag sigri í Lengjubikarkeppni kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Selfossi í dag, 70:47.
Haukar tóku forystuna strax í fyrsta leikhluta og höfðu fimm stiga forystu að honum loknum, en bættu um betur í þeim næsta þar sem liðið skoraði 22 stig gegn níu, og var 41:23 yfir í hálfleik.
Keflavík klóraði í bakkann í þriðja leikhluta, en var fimmtán stigum undir fyrir fjórða og síðasta hluta. Það bil reyndist of breitt til að brúa og svo fór að Haukar tryggðu sér titilinn með öruggum sigri, 70:47.
Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og var stigahæst auk þess að taka tíu fráköst, en hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir atkvæðamest með tólf stig.
Iða, Fyrirtækjabikar konur, 03. október 2015.
Gangur leiksins:: 2:6, 4:10, 8:13, 14:19, 16:27, 18:29, 19:32, 23:41, 27:43, 29:45, 34:47, 36:51, 36:55, 37:59, 39:64, 47:70.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 12, Melissa Zorning 9/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/11 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 22/10 fráköst/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 15/8 fráköst/7 stolnir, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 1, Dýrfinna Arnardóttir 1.
Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Einar Þór Skarphéðinsson.