Ummælin í hæsta máta óviðeigandi

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV t.v. , og Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari, …
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV t.v. , og Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari, ræðast við. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Formaður ÍBV íþróttafélags og formaður handknattleiksdeildar ÍBV hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við Sigurð Bragason, aðstoðarþjálfara karlaliðs ÍBV í handknattleik, sem birtist á fimmeinum.is í gær og rataði einnig í frétt á mbl.is í dag. Formennirnir telja tilvitnuð ummæli Sigurðar í hæsta máti óviðeigandi. 

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 

„Við undirrituð teljum tilvitnuð ummæli aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í handknattleik í hæsta máta óviðeigandi og þau endurspegla ekki afstöðu félagsins í þessu máli. Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljóst að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og höfum við fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara.

ÍBV var boðið að leika þennan umrædda leik 14. nóvember eða 21. desember en sökum mikils álags á íþróttamenn okkar hentuðu þessar dagsetningar ekki.

Með von um að þessi ummæli muni ekki draga dilk á eftir sér og samskipti félaganna verði góð hér eftir sem hingað til. 

Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags

Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar.“

Ákvörðunin var Eyjamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert