Hugarfarið var ekki rétt

„Leikur okkar í kvöld var vonbrigði eftir að hafa leikið vel í síðasta leik," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans marði stig gegn botnliði Víkings, 17:17, á heimavelli í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik. 

„Ég gerði mér vonir að um að ákveðin vinna hefði skilað sér inn í liðið en því miður þá reyndist svo ekki vera þegar á hólminn var komið," sagði Einar sem var þó sáttur við varnarleikinn, ekki síst í síðari hálfleik, og eins var þjálfarinn ánægður með markvörslu Davíðs Svanssonar sem tryggði Mosfellingum stigið með góðri markvörslu.

„Sóknarleikurinn var hægur, menn voru ragir. Hugarfarið var sennilega ekki rétt. Ég held að það hafi verið greinilegt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

Nánar er rætt við Einar Andra á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert